Árshátíð
Árshátíð Myllubakkaskóla verður haldin miðvikudaginn 19. apríl í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og hefst kl. 13:00.
Nemendur mæta kl. 12:45 nema umsjónarkennari hafi nefnt annan tíma. Einhverjir bekkir mæta einnig á æfingu um morguninn og lætur umsjónarkennari vita með tímasetningu.
Þennan dag er engin kennsla og lokað í frístundaskólanum.
Foreldrar/forráðamenn og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir.
Eftir sýningu, sem tekur rúma klukkustund, er boðið upp á kaffi, svala og kleinur í B-sal íþróttahússins.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.