• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

3. október 2025

Ævar Þór heimsótti nemendur í 5.-7. bekk

Í dag fengu nemendur í 5.–7. bekk skemmtilega heimsókn frá rithöfundinum Ævari Þór Benediktssyni. Hann las upp úr nýjustu bók sinni Skólastjórinn. Hann sagði nemendum frá skrifunum og sögunni á bak við hugmyndina af bókinni.

Nemendur skólans voru til fyrirmyndar, hlustuðu af athygli og spurðu áhugaverðra spurninga. Það var greinilegt að heimsóknin kveikti bæði gleði og forvitni hjá nemendum sem fengu tækifæri til að hitta rithöfund sem margir hafa lesið bækur eftir.

Við þökkum Ævari kærlega fyrir heimsóknina.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær