• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

28. febrúar 2024

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Föstudaginn 23. febrúar var skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Bíósal Duushúsa. Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember og er markmiðið að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Umsjónarkennararnir Birta María Ómarsdóttir og Sindri Kristinn Ólafsson hafa unnið markvisst með nemendum í 7. bekk. Bekkjarkeppnin fór fram 9. febrúar og voru tíu nemendur valdir til að taka þátt í skólakeppninni. Þau voru:

  • Andrea Ísold Jóhannsdóttir
  • Athena Rós Hafsteinsdóttir
  • Björgvin Már Sigurðsson
  • Bryndís Ólína Skúladóttir
  • Hilmar Bragi Einarsson
  • Katla Dröfn Guðmundsdóttir
  • Klara Ágústsdóttir
  • Maja Bykowska
  • Ólöf Hlín Ástþórsdóttir
  • Stefania Boakyewaa Kyeremateng

Keppendur stóðu sig mjög vel og höfðu greinilega æft sig vel bæði í skólanum og heima.

Dómarar voru þær Agnes Ásgeirsdóttir, Hildur Ellertsdóttir og Vigdís Karlsdóttir.

Sigurvegarar voru Andrea Ísold Jóhannsdóttir og Maja Bykowska. Auk þeirra var Bryndís Ólína Skúladóttir valin sem varamaður.

Maja, Hildur, Agnes, Vigdís og Andrea Ísold.

Nemendum úr 6. bekk var boðið að horfa á þar sem þeir taka þátt í keppninni á næsta skólaári.  Allir nemendur voru til mikillar fyrirmyndar og hlustuðu af athygli.

Hér má sjá fleiri myndir frá keppninni.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær