• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

Stefna Myllubakkaskóla

Einkunnarorð skólans eru:

VIRÐING - ÁBYRGÐ - JAFNRÉTTI - ÁRANGUR.
Einkunnarorðin fléttast inn í markmið skólans.

Markmið:

Myllubakkaskóli vill:

  • að nemendum líði vel og að allir fái notið sín
  • að nám og kennsla sé við hæfi nemenda
  • efla og styrkja sjálfsmynd nemenda
  • jákvæðan aga, kurteisi og umhyggju í samskiptum
  • að foreldrar/forráðamenn taki virkan þátt í skólastarfinu
  • gott samstarf milli foreldra/forráðamanna og starfsfólks
  • halda uppi öflugu starfi í listgreinum og íþróttum
  • stuðla að jafnrétti milli kynja og ólíkra menningarheima
  • efla ábyrgð nemenda á eigin námi
  • metnaðarfullt og árangursríkt skólastarf
Leiðir:

Hlýlegt umhverfi og jákvætt viðmót stuðlar að vellíðan jafnt nemenda sem starfsmanna. Virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi við stefnumótun Myllubakkaskóla. Áhersla er á virðingu í víðtækum skilningi, virðingu fyrir öðrum nemendum og starfsfólki. Virðingu fyrir fólki með mismunandi bakgrunn og skoðanir. Með því að sýna öllum virðingu stuðlum við að jafnrétti milli kynja og ólíkra menningarhópa. Mikilvægt er að samvinna takist á milli allra þeirra sem koma að skólastarfinu, að allir séu metnir að verðleikum og að styrkleikar hvers og eins fái notið sín. Með virkri samvinnu getur okkur tekist að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett eru fram í stefnu skólans. Allir sem koma að skólastarfinu, nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans, bera sameiginlega ábyrgð á því að góður árangur náist.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær