• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

Fjölþjóðaver

Við Myllubakkaskóla er fjölþjóðaver þar sem kennsla nemenda með annað móðurmál en íslensku fer fram. Nemendur tilheyra allir almennum bekk og hafa sinn umsjónarkennara en fara í verið til að öðlast meiri orðaforða og færni í íslensku. Þetta getur átt við börn af erlendum uppruna eða íslensk börn sem dvalið hafa í útlöndum þorra ævi sinnar.

Kennsla í íslensku sem annað tungumál er fjölbreytt og samhliða íslenskunáminu er menningarfærni kennd ásamt því að þróa þekkingargrunn, örva námsgetu og stuðla að vellíðan nemenda.

Í aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið 2013 segir m.a. að hæfni í íslensku sé meginforsenda þess að nemendur verði virkir þátttakendur í samfélagi lýðræðis og jafnréttis og geti lagt stund á almennt nám í íslenskum skólum. Hæfniviðmið eru sett fram í þremur flokkum, þ.e. lestur, bókmenntir og ritun.

Skipulag fjölþjóðavers 

Starfsmenn fjölþjóðavers vinna í samstarfi við umsjónarkennara og deildarstjóra stundatöflu fyrir nemendur í fjölþjóðaveri. Nemandi fylgir sínum bekk eins og kostur er og kennsla tekur mið að þörfum hvers og eins.

Móttökuferli og forvinna skólans fyrir móttökuviðtal

  • Umsjónarkennari er valinn
  • Ákveðið er hver á að sjá um leiðsögn um skólann fyrir nemendur og foreldra hans.
  • Túlkur er pantaður ef þörf er á því.
  • Umsjónarkennari og starfsmaður fjölþjóðavers boða nemanda og foreldra/forráðamenn í móttökuviðtal.
  • Innritunarblað, helst á móðurmáli nemandans tekið til.
Móttökuviðtal

Farið er yfir innritunarblað og upplýsinga er aflað um nemandann.
Áður en skólaganga hefst þarf nemandi að hafa:

  • Dvalarleyfi
  • Tryggingar
  • Heilbrigðisvottorð
  • Gögn frá fyrri skóla

Kynna þarf:

  • Starfsemi skólans - kynning (húsnæði, kennara, mötuneyti o.fl.)
  • Samstarf heimilis og skóla (Mentor, samskiptabók, foreldrafélag o.fl.)
  • Símanúmer skólans
  • Heimasíðu skólans
  • Facebook-síðu skólans
  • Nesti, íþróttaföt, sundföt
  • Hvernig á að tilkynna forföll og biðja um leyfi
  • Hvert á að snúa sér ef vandamál koma upp
  • Fjölþjóðaver
  • Fyrsta skóladaginn og staðfesta hvenær hann er áætlaður.
  • Næsta fund (ef við á)
Fyrstu skóladagarnir
  • Umsjónarkennari undirbýr bekkinn og myndar vinateymi.
  • Gott er að merkja hluti í skólastofunni
  • Brýna fyrir nemendum að tala íslensku
  • Halda utan um nám nemandans og fylgast með framförum. Aðrir kennarar láta umsjónarkennara vita hvernig gengur.
  • Vera í góðum samskiptum við foreldra/forráðamenn
  • Stöðumat lagt reglulega fyrir.
  • Námsáætlun
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær