Ýmsir rithöfundar í heimsókn
Undanfarna daga hafa ýmsir rithöfundar komið í heimsókn í skólann og lesið upp úr bókum sínum fyrir nemendur.
Ævar vísindamaður las úr bók sinni Þín eigin Goðsaga. Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason ræddu við nemendur um himingeiminn, gerðu skemmtilegar tilraunir og sögðu frá bók sinni Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir. Gunnar Helgason las úr bók sinni Mamma klikk og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir las úr bókinni sinni Koparborgin.
Nemendur skemmtu sér vel og viljum við þakka rithöfundunum fyrir komuna.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.