Ýmislegt jólatengt
Það er búið að vera margt að gerast í skólanum nú í desember. Í byrjun mánaðarins byrjuðu nemendur og starfsfólk að skreyta ganga skólans. Útkoman er hrein snilld og er ótrúlega gaman að ganga um skólann og bera þessar skemmtilegu jólaskreytingar augum. Einnig kom Skúli, foreldri í skólanum, og spilaði á gítar og söng jólalög með nemendur á yngsta- og miðstigi. Svo í dag var jólamatur í hádeginu þar sem búið var að skreyta salinn og starfsmenn þjónuðu nemendum til borðs.
Hér má sjá fleiri myndir frá jólasöngnum
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.