Útivistardagur
Föstudaginn 6. september verður útivistardagur í Myllubakkaskóla. Farið verður í gönguferð í Innri Njarðvík kl. 8:10. Nemendur eiga að taka með sér nesti og vera klædd eftir veðri. Skóla lýkur kl. 11:10 og geta þeir sem eru í mataráskrift fengið sér hádegismat áður en haldið er heim á leið. Frístundaskólinn verður opinn fyrir þá sem eru skráðir í hann.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.