Upplestrarhátið í 4. bekk
Upplestrarhátíðin hjá 4. bekk hófst formlega 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Nemendur hafa verið að æfa sig að lesa hina ýmsu texta fyrir framan aðra og lauk verkefninu í dag með sérstakri lokahátíð sem fram fór á sal skólans. Þar lásu nemendur þulur, sögur og ljóð fyrir foreldra, nemendur í 3. bekk og aðra gesti. Tómas Orri spilaði á píanó og Sesselja Ósk söng eitt lag. Bergrún Dögg sigurvegari úr Stóru upplestrarkeppninni las ljóð. Foreldrum var boðið í kökur og kaffi. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og skemmtu allir sér vel.
Fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.