Þorramatur hjá nemendum í 2. bekk
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 2. bekk verið að læra um hvernig og hvers vegna þorramaturinn var búinn til í "gamla daga". Rætt var um af hvaða dýrum maturinn kemur og hvers vegna hluti af matnum er geymdur í súrri mysu. Þeim fannst þetta svo ofsalega spennandi að kennarar þeirra ákváðu að leyfa þeim að smakka heimatilbúinn þorramat. Boðið var upp á súra lifrarpylsu, súra sviðasultu, lundabagga og mysu. Flest allir vildu smakka en það var mjög misjafn hvort þeim likaði þetta eða ekki :)
Hægt er að skoða myndir á myndasíðunni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.