Þorrablót Foreldrafélags Myllubakkaskóla
Næstkomandi miðvikudag- 21.febrúar milli kl.18:00 og 20:00 verður Þorrablót Myllubakkaskóla haldið í annað sinn.
Blótið er hugsað fyrir nemendur og foreldra skólans til að kynnast því hverjir fögnuðu Þorra, af hverju fögnuðum við Þorra forðum og hvernig er Þorramaturinn tilkominn.
Við tengjum það að fagna Þorra við víkinga og því höfum við fengið sem skemmtiatriði og til fróðleiks víkinga sem sérhæfa sig í að kynna líf víkinga forðum. Þeir sýna vopn og verjur og líka bardaga.
Einnig verður kynning á handverki víkinga.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.