Þorra- og Góugleði
Foreldrafélag Myllubakkaskóla býður nemendur, foreldra og aðstandendur velkomna á Þorra - og Góugleði Myllu þann 21. febrúar kl. 17.30-19.30 á sal Myllu. Við ætlum að kynna þetta skemmtilega þema með opnun gleðinnar þar sem sagnfræðingurinn Sigrún Ásta Jónsdóttir mun fræða okkur um gamla almanakið. Eftir það verða sýndar skylmingar með víkingum í fullum skrúða. Að því loknu verður boðið upp á smiðjur með gömlu handverki þar sem hægt verður að skoða og taka þátt í smiðjunum sem eru: leðurgerð, tálgun, prjón og víkingaskart. Einnig verða hringabrynjur til sýnis.
Þorraveitingar í boði, kaffi og djús.
Stjórn foreldrafélags Myllubakkaskóla
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.