Þemadagar og skertur dagur
Miðvikudag, fimmtudag og föstudag í þessari viku eru þemadagar í Myllubakkaskóla. Skólastarfið verður brotið upp með ýmsu skemmtilegu tengdu jólunum. Bekkjunum er skipt upp í hópa sem fara á þrjár stöðvar yfir daginn. Skóla lýkur kl. 13:10 miðvikudag og fimmtudag.
Á föstudaginn er opinn dagur/skertur dagur og lýkur skólastarfi klukkan 11:10. Aðstandendum barnanna býðst að koma og skoða afrakstur þemadaganna á milli 10:00 - 11:00 og eiga góða stund í skólanum. Nemendur geta fengið sér hádegismat áður en haldið er heim. Frístundaskólinn er opinn.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.