Þemadagar
Dagana 6. - 8. nóvember verða þemadagar í Myllubakkaskóla. Í ár verður þemað Vinátta.
Hefðbundið skólastarf er brotið upp og fara nemendur á ýmsar stöðvar. Sérgreinar og val fellur niður þessa daga, þar með talið íþróttir og sund. Nemendur í 3. og 4. bekk eiga samt að taka með sér sundföt.
Skólinn byrjar 8:10 og honum lýkur kl. 13:10 hjá 1. – 8. bekk en 13:50 hjá 9. og 10. bekk.
Frístundaheimilið er opið til kl. 16:15 fyrir þá sem eru skráðir þar.
Föstudaginn 8. nóvember á milli kl. 12:00-13:10 eru foreldrar velkomnir í heimsókn til að skoða afrakstur þemadaganna.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.