Þemadagar
Þemadagar verða mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Í ár eru 70 ár frá því að Ísland varð lýðveldi og er þemað Ísland í 70 ár. Á þessum dögum fara allir nemendur á átta stöðvar og að venju verðum við með opinn dag í tilefni þemadaganna og bjóðum foreldrum og öðrum ættingjum að kíkja til okkar í heimsókn. Í ár ætlum við að hafa fyrirkomulagið þannig að foreldrar koma og sjá nemendur við vinnu á stöðvum. Allar stöðvar á öllum stigum verða því opnar og gestum frjálst að fara á milli stöðva og sjá allt það skemmtilega starf sem fer fram þessa daga.
Kennsla hefst kl. 08:10 og lýkur kl. 13:10 og eru nemendur beðnir um að hafa með sér pennaveski og nesti þessi daga.
Við hlökkum til að sjá ykkur á opnu húsi þann 19. nóvember frá kl. 9:50 - 11:10.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.