Streetball mót í körfubolta
Hið árlega körfubolta mót fór fram miðvikudaginn 3. júní. Á mótinu kepptu nemendur í 5. - 7. bekk (miðstig) á móti hver öðrum og nemendur í 8. - 10. bekk (unglingastig) sömuleiðis.
Í ár voru skráð átta lið af hvoru stigi og úr varð æsispennandi keppni. Á miðstigi voru tvö lið sem unnu alla leiki sína, en það voru liðin 6. bekkur og Wendys. Í úrslitaleiknum hafði lið úr 7. bekk, Wendys, sigur úr bítum eftir harða baráttu.
Á unglingastigi þá var ekki síður mikil keppni og áhorfendur létu ekki sitt eftir liggja í að styðja sitt lið. Að lokum vann lið samsett af nemendum úr 9. og 10. bekk en í öðru sæti var lið úr 8. bekk.
Sigurvegarnir
Miðstig
- Wendys (7. bekkur): Daníel, Kristján og Viktor
- 6. bekkur: Amir, Bryndís, Guðný og Mihajlo
- Grétar, Leó, Michael og Wiktor
- Jakob, Kristófer, Máni og Nadir
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.