Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk
21. febrúar, var skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal Akademíunnar. Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember og er markmiðið að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Bekkjarkeppnin fór fram 1. febrúar og voru níu nemendur valdir til að taka þátt í skólakeppninni. Þau voru:
- Alexandra Ósk Jakobsdóttir
- Benedikt Freyr Ragnarsson
- Guðbjörg Hera Leósdóttir
- Joris Milleris
- Jónatan Axel Þórðarson
- Morris Baako Ahumah Katey
- Natalía Fanney Sigurðardóttir
- Nderina Sopi
- Unnur María Jónsdóttir
Keppendur stóðu sig mjög vel og höfðu greinilega æft sig vel bæði í skólanum og heima.
Dómarar voru þau Bryndís Björg Guðmundsdóttir, Hlynur Jónsson skólastjóri og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir.
Sigurvegarar voru Guðbjörg Hera Leósdóttir og Natalía Fanney Sigurðardóttir. Auk þeirra var Alexandra Ósk Jakobsdóttir valin sem varamaður.
Natalía Fanney og Guðbjörg Hera
Nemendum úr 6. bekk var boðið að horfa á þar sem þeir taka þátt í keppninni á næsta skólaári. Allir nemendur voru til mikillar fyrirmyndar og hlustuðu af athygli.
Hér má sjá fleiri myndir úr keppninni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.