Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk
Fimmtudaginn 8. mars fór Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fram á sal skólans. Níu nemendur tóku þátt og stóðu sig öll mjög vel. Þriggja manna dómnefnd valdi Sigríði Eydísi Gísladóttur og Þröst Inga Smárason til að vera fulltrúa Myllubakkaskóla í lokakeppninni sem haldin verður í Duushúsum miðvikudaginn 21. mars kl. 16:30. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Katrín, Elsý, Kristófer, Agnete, Guðlaug, Sigríður, Milan, Þröstur og Jakub.
Fleiri myndir eru í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.