Stóra upplestrarkeppnin
Nemendur í 7. bekk hafa undanfarna mánuði verið að æfa vandaðan upplestur. Miðvikudaginn 24. febrúar var keppni á sal og voru tveir nemendur valdir til að vera fulltrúar Myllubakkaskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður miðvikudaginn 2. mars. Allir lesarar stóðu sig mjög vel en fulltrúar skólans verða Bergrún Dögg Bjarnadóttir og Rúnar Smári Sigurðarson. Til hamingju frábæru krakkar.
![]() |
Rúnar Smári og Bergrún Dögg |
Sjá fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.