Stóra upplestrarkeppnin
Föstudaginn 19. febrúar tóku 12 nemendur í 7. bekk þátt í Stóru upplestrarkeppninni á sal. Allir nemendur stóðu sig mjög vel og var unun að fylgjast með þessum flottu krökkum. Á meðan dómnefnd réði ráðum sínum spilaði Jakob Piotr Grybos á flygilinn fyrir áhorfendur. Allir nemendur árgangsins fengu afhent viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í vetur. Dómnefnd valdi 2 nemendur til að vera fulltrúar Myllubakkaskóla á lokahátíðinni sem verður í Hljómahöll 3. mars. Fulltrúar skólans verða Bryndís Björg Guðjónsdóttir og Guðný Kristín Þrastardóttir og óskum við þeim til hamingju.
Bryndís Björk og Guðný Kristín
Fleiri myndir má sjá í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.