Stóra upplestrarkeppnin
Í dag tóku 10 nemendur í 7. bekk þátt í Stóru upplestrarkeppninni á sal. Ísak Þór spilaði á harmonikku, Gyða Dröfn á þverflautu og Mateja las ljóð á króatísku. Allir nemendur stóðu sig mjög vel og var unun að fylgjast með þessum flottu krökkum. Dómnefnd valdi 2 nemendur til að vera fulltrúar Myllubakkaskóla í lokahátíðinni sem verður í Hljómahöll 6. mars. Fulltrúar skólans verða Klaudia Kuleszewicz og Sæþór Elí Bjarnason og óskum við þeim til hamingju.
Fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.