Starfskynning í Stapa fyrir 9. og 10. bekk
Miðvikudaginn 8. febrúar, var haldin starfskynning í Stapanum fyrir nemendur 9. og 10. bekkjar. Kynningin var haldin á vegum verkefnastjóra stýrihóps um eflingu menntunar á Suðurnesjum, í samstarfi við grunnskólana og fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Þar mættu fulltrúar 80 mismunandi starfsgreina og svöruðu spurningum nemenda um starf sitt og það nám sem þeir höfðu lokið. Kynningin tókst í alla staði mjög vel og voru bæði nemendur og starfsmenn mjög ánægðir með þetta framtak, sem vonandi verður endurtekið á næsta ári.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.