Spjaldtölvur í 9. bekk
Nýlega fengu nemendur í 9. ÞG afhentar spjaldtölvur sem þau munu nota í sínu námi. Um er að ræða iPad spjaldtölvur sem nemendur hlaða inn á bókum og verkefnum sem þau vinna bæði heima og í tímum. Mikill spenningur hefur verið hjá nemendum fyrir þessum viðburði og ljóst er að þessi innleiðing krefur bæði nemendur og kennara um ný vinnubrögð og nálgun á náminu. Þó svo nemendur séu nú komnir með flestar kennslubækurnar á rafrænu formi hætta þau þó ekki að vinna í hefðbundnar vinnubækur. Við vonum að spjaldtölvurnar eigi eftir að efla nemendur okkar enn
frekar í náminu.
Fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.