Skólinn byrjar kl. 10 á fimmtudag
Ágætu foreldrar/forráðamenn
Fimmtudagsmorguninn 13. október nk. verður ekkert kalt vatn í Reykjanesbæ vegna framkvæmda. Áætlað er að vatninu verði hleypt á um klukkan 11. Við ætlum því að hefja skólahald klukkan 10 þann dag samkvæmt tilmælum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Við biðjum ykkur vinsamlega að fylgjast með heimasíðunni og Fb. Ef einhverjar breytingar verða þá setjum við það þar inn.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.