• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

14. mars 2014

Skólaþing

Nemendur 10.bekkjar sóttu Skólaþing fyrr í vikunni. Nemendur umbreyttust í þingmenn og gengu í stjórnmálaflokka eins og Jafningjabandalagið og Hagsældarflokkinn og afgreiddu lög um kattahald, herskyldu og tölvueftirlit. Markmiðið með heimsókninni var að nemendur fengju innsýn í störf þingmanna og ferlið sem á sér stað við lagasetningu. Eftir að þingstörfum var lokið var haldið í Keiluhöllina þar sem nemendur, Ingólfur og Júlía sýndu hæfileika sína í keilu og náðu hverri fellunni á fætur annarri. Þetta var góð ferð með skemmtilegum krökkum sem voru til fyrirmyndar í alla staði.

Sjá má nokkrar myndir í myndasafninu.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær