• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

29. febrúar 2012

Skólaþing

Mánudaginn 27. febrúar fóru nemendur 10. bekkjar á Skólaþing í Reykjavík. Á þinginu var nemendum skipt í þingflokka og þau fengu tækifæri til að fylgja þremur lagafrumvörpum í gegnum hefðbundnar leiðir þingsins. Lögin sem þau settu vörðuðu kattahald, stofnun Íslensks hers og tölvunotkun barna og unglinga. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og tóku virkan þátt í umræðum sem fylgdu og oft var hart barist í þinginu sjálfu. Þeim var í lokin orðið mjög tamt að nota setningar eins og "frú forseti" og "hæstvirtur þingmaður" og höfðu gaman af.

Þeir nemendur sem ekki fóru á Skólaþing fóru með Ölmu í göngutúr um miðbæinn. Þau fengu sér heitt súkkulaði á kaffihúsi, kíktu í Hörpuna, á Listasafn Íslands, Hitt húsið og fengu sér pulsu á Bæjarins bestu svo eitthvað sé nefnt.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær