• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

10. júní 2013

Skólaslit Myllubakkaskóla

Síðastliðinn föstudag fóru fram skólaslit Myllubakkaskóla. Skólaárið einkenndist af skemmtilegum viðburðum, góðum árangri nemenda í leik og starfi og síðast en ekki síst jákvæðum anda og góðri samvinnu milli nemenda, foreldra og starfsfólks Myllubakkaskóla.  Á skólaslitum rifjaði Eðvarð Þór skólastjóri upp það sem hefur áunnist á árinu ásamt því að fara yfir heðfbundna viðburði.  Steinar aðstoðarskólastjóri veitti viðurkenningar en helstu viðurkenningar hlutu þau Helena Rós Gunnarsdóttir fyrir góðan námsarangur á lokaprófi úr grunnskóla og Sindri Kristinn Ólafsson sem hlaut ,,Kennaraeplið" en sú viðurkenning er veitt þeim nemanda sem að mati starfsmanna þykir hafa sýnt fyrirmyndar framkomu og jákvætt viðhorf í gegnum árin. Söng- og hljóðfæraleikur setti skemmtilegan svip á skólaslitin en nokkrar stúlkur úr 9. og 10. bekk sungu tvö lög og nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spiluðu á hljóðfæri.  Starfsfólk Myllubakkaskóla vill þakka foreldrum og nemendum fyrir gott skólaár með von um áframhaldandi gott samstarf á komandi skólaári. 

Hér má sjá hverjir hlutu viðurkenningar.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær