Skólaslit 2: Dauð viðvörun
Í október hlustuðu nemendur á og lásu Skólaslit 2: Dauð viðvörun eftir Ævar Þór Benediktsson. Einn kafli birtist nemendum hvern skóladag ásamt skrautlegum og hræðilegum myndum eftir Ara Hlyn Guðmundsson Yates.
Nemendur hafa unnið ýmis skapandi verkefni í tengslum við söguna, þ.á.m. uppvakningasjálfsmyndir, fréttablöð og stuttmyndir.
Föstudaginn 28. október var haldin lokahátíð Skólaslita á miðstigi. Nemendur mættu í búningum og nutu dagsins saman á hinum ýmsu stöðvum sem einkenndust af Hrekkjavöku og Skólaslitum.
Skólaslitaráð skólans, sem samanstóð af sex nemendum af miðstigi, gekk á milli bekkja í október. Þau miðluðu upplýsingum á milli varðandi ýmis verkefni, fengu að sjá afrakstur bekkjanna úr verkefnum og spurðu nemendur út í söguþráð.
Víkurfréttir litu við og skoðuðu ýmis verkefni sem vakti mikla lukku nemenda og tóku að lokum viðtal við skólaslitaráðið.
Október var ansi fjörugur og hræðilegur mánuður hér í skólanum og nemendur ánægðir með söguna hans Ævars Þórs.
Myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.