Skólaslit
Myllubakkaskóla var slitið þriðjudaginn 7. júní. Bryndís skólastjóri rifjaði upp skemmtilega viðburði frá skólaárinu sem er að ljúka. Nokkrir nemendur sungu lögin Stattu með þér og Sumarfrí af mikilli innlifun og nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu tónlistaratriði. Hildur Ellertsdóttir kennari kvaddi skólann eftir áralangan kennsluferil og var henni færður blómvöndur. Tíundi bekkur var kvaddur sérstaklega með sér athöfn og færði Júlía umsjónarkennari þeirra þeim skemmtileg orð í eyru. Á öllum skólaslitunum voru veittar viðurkenningar sem skoða má hér.
Myndir frá skólaslitum má sjá í myndasafni og hér má sjá upptöku af laginu Sumarfrí.
Upphafsatriðið verður sett inn á næstu dögum.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.