Skólaslit
Skólaslit Myllubakkaskóla fóru fram í dag þriðjudaginn 9. júní. Nemendur mættu prúðbúnir á sal skólans þar sem skólastjóri fór yfir það helsta úr skólastarfinu. Kór Myllubakkaskóla söng og nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu tónlistaratriði. Sér athöfn var fyrir nemendur í 10. bekk þar sem Alma Vestmann útskrifaði sinn síðasta umsjónarbekk úr grunnskóla. Alma ásamt Stefaníu Maríu Júlíusdóttur og Ástu Arnmundsdóttur kvöddu skólann eftir áralangan kennsluferil og hefur Alma starfað við skólann í yfir 30 ár. Einnig voru veittar ýmsar viðurkenningar.
![]() |
Ásta, Stefanía og Alma |
Fleiri myndir eru í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.