Skólasetning
Mánudaginn 24. ágúst verður skólasetning Myllubakkaskóla og biðjum við foreldra/forráðamenn um að sýna því skilning að í ljósi aðstæðna verður skólasetning ekki með hefðbundnu sniði. Aðgengi fullorðinna einstaklinga inn í skólann er takmarkað en ef foreldrar telja nauðsynlegt að fylgja barni sínu á skólasetningu eru þeir beðnir um að gæta fyllsta hreinlætis og virða tveggja metra regluna.
Skólasetning er sem hér segir:
2. - 10. bekkur mætir til umsjónarkennara klukkan 9 og eru í skólanum í um klukkustund. Nemendur fá póst frá kennara til að vita í hvaða stofu þeir eiga að mæta og inn um hvaða inngang best er að koma.
1. bekkur er boðaður með foreldrum klukkan 12 á sal Myllubakkaskóla.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.