Skólahreysti 2012
Skólahreysti í ár var haldið 8. mars í Austurbergi í Breiðholti. Fyrir hönd Myllubakkaskóla fóru fjórir keppendur, þrír varamenn og full rúta af stuðningsmönnum. Mikil stemning var í hópnum og voru allir til fyrirmyndar. Keppendur Myllubakkaskóla stóðu sig ótrúlega vel og höfnuðu í 5. sæti af 15 liðum. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir setti Íslandsmet á mótinu þegar hún gerði sér lítið fyrir og tók 177 armbeygjur. Lið Myllubakkaskóla var einnig fyrst allra liða í gegnum hraðaþrautina á mótinu. Frábær árangur hjá krökkunum okkar og mega þau vera stolt af árangri sínum. Sjá má umfjöllun um árangur þeirra á skolahreysti.is.
Guðjón, Birna, Helena, Jóhanna, Dagur, Sindri og Kormákur.
Fullt af myndum í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.