Skólahald og veðrið
Mikill vindur er nú í morgunsárið og því mikilvægt að foreldrar fylgist með veðri og veðurspám og meti aðstæður.
Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það.
Á svona dögum eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.