Skemmtilegur PBS dagur í Myllubakkaskóla
Nemendur Myllubakkaskóla stóðu sig með mikilli prýði þegar farið var yfir PBS reglu í morgun.
Yngri og eldri nemendur unnu saman og ferðuðust á milli stöðva þar sem farið var yfir hegðunarvæntingar.
Í lokin tóku nemendur þátt í léttri getraun og hlutu 10 heppnir nemendur í verðlaun morgunverð í boði skólans.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.