Skemmtilegir forskólatónleikar
Hinir árlegu forskólatónleikar fóru fram í Myllubakkaskóla mánudaginn 4. mars. Nemendur í 2. bekk léku nokkur lög á blokkflautu og sungu þar að auki eitt lag. Lúðra- og strengjasveit tónlistarskólans spilaði einnig nokkur lög ásamt því að kynna hin ýmsu hljóðfæri. Krakkarnir í 2. bekk stóðu sig mjög vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.