Skákmót Myllubakkaskóla 2017-2018
Skákmót Myllubakkaskóla var haldið í dag í tilefni af Alþjóðadegi skákíþróttarinnar. Nemendur úr 6.-10. bekk tóku þátt, alls 26 nemendur. Fyrirkomulag keppninnar var útsláttarkeppni.
Eftir margar spennandi skákir voru fjórir nemendur eftir. Það voru Agnes Eir Helgadóttir, Arnór Bjarmi Atlason, Leó Máni Nguyén öll í 7. bekk og Aron Már Pálmarsson úr 10. bekk. Fór svo að Aron Már og Leó kepptu úrslitaskákina og stóð Aron Már uppi sem sigurvegari mótsins.
![]() |
Aron Már skákmeistari Myllubakkaskóla |
![]() |
Úrslitaviðureignin |
Fleiri myndir frá skákmótinu má sjá í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.