Samskiptadagur
Á morgun 3. febrúar er samskiptadagur í Myllubakkaskóla. Einhverjir foreldrar hafa skráð sig í símaviðtal og mun kennari hafa samband við þá á þeim tíma. Til að forðast misskilning þá eru sumir að mæta í skólann í viðtölin og þá ætti kennari barns ykkar að hafa skipulagt það með foreldrum, en það á ekki við um alla sem bókuðu viðtal. Engin kennsla er á samskiptadegi en frístund er opin frá 8:10 - 16:15 á morgun, fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.