Samskiptadagur 2. febrúar
Við minnum á samskiptadaginn sem er á morgun, miðvikudag. Framkvæmdin er ekki eins hjá öllum árgöngum, í sumum tilvikum munu umsjónarkennarar taka á móti foreldrum í viðtal en aðrir munu bjóða uppá viðtöl í gegnum fjarfundaforritið TEAMS. Nánari upplýsingar eiga að hafa komið frá umsjónarkennara um hvernig viðtölum nemenda verður háttað.
Frístund er opin þennan dag en aðrir nemendur mæta ekki í skólann nema til að taka þátt í þeirra viðtali, hvort sem það er í gegnum TEAMS eða að mæta.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.