Rauðir dagar og hátíðarmatur
Dagana 4. desember, 11. desember og 17. desember ætlum við að vera með rauða daga í Myllubakkaskóla. Þá hvetjum við alla til að mæta í einhverju rauðu eða jólalegu í skólann t.d í jólapeysu, jólasokkum eða með jólahúfu.
Fimmtudaginn 10. desember verður boðið upp á hátíðarmáltíð í skólanum fyrir alla áskrifendur. Í ár verður boðið upp á hunangsristaðar kalkúnabringur, hátíðarmeðlæti og sósu ásamt íssblómi í eftirrétt. Veganrétturinn verður Oumph Wellington ásamt hátíðarmeðlæti og sósu og ís í eftirrétt.
Þeir sem ekki eru í áskrift en óska eftir að taka þátt í hátíðarmáltíðinni geta keypt sérstaka matarmiða í mötuneyti skólans frá 2.-8. desember milli kl.9-11. Miðinn kostar 800 kr. og aðeins er hægt að greiða með peningum.
Nemendur sem eiga venjulega matarmiða geta skipt miðunum út í mötuneyti skólans fyrir hátíðarmiða.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.