Peppaðasti bekkurinn í Danspartýinu

Til hamingju með Danspartýið og gleðina!
Danspartý var haldið á vegum Reykjanesbæjar í febrúar í gegnum streymi. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skemmtu nemendum. Mikil stemmning myndaðist og tilhlökkun mikil meðal nemenda. Ákveðið var að hafa keppni á milli bekkja um PEPPAÐASTA BEKKINN og var skipuð sérstök dómnefnd til að ráða úrslitum. Bekkurinn sem hlaut viðurkenninguna PEPPAÐASTI BEKKURINN hér í Myllubakkaskóla er 3. SS. Við óskum þeim innilega til hamingju. Í verðlaun fengu þau pizzaveislu frá UNGÓ í boði foreldrafélaganna í Reykjanesbæ.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.