Öskudagur
Miðvikudaginn 13. febrúar er öskudagurinn haldinn hátíðlegur í Myllubakkaskóla. Nemendur og starfsmenn koma í búningum og brjóta upp hefðbundinn kennsludag. Þetta er skertur dagur og eru nemendur í skólanum frá kl. 8:10 - 11:10. Allir sem eru í áskrift eða eiga matarmiða geta fengið sér að borða (samloka, djús og ávöxtur) áður en haldið er heim. Frístundaskólinn er opinn til kl. 16:00 fyrir þá sem eru skráðir í hann.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.