Öskudagur - skertur dagur
Á morgun öskudag (26. febrúar) er skertur nemendadagur. Allir nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 8:10 og mega vera í öskudagsbúningum. Hefðbundið skólastarf verður brotið upp. Skóladegi hjá nemendum lýkur klukkan 11:10 en þeir sem eru í mataráskrift geta fengið sér að borða áður en þeir fara heim. Á matseðli skólamatar er samloka, safi og ávöxtur.
Frístundaskólinn er opinn þennan dag fyrir þá nemendur sem eru skráðir í hann.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.