Öflugir strákar

Drengirnir í 6. og 7. bekk hafa síðustu 4 vikurnar verið á námskeiðinu Öflugir strákar hjá Bjarna Fritz. Tímarnir voru vel nýttir og lærðu drengirnir m.a. muninn á jákvæðri og neikvæðri sjálfsmynd, að vinna með eigin styrkleika, núvitund og að hugsa út fyrir kassann. Auk þess voru skemmtilegir og fjörugir samvinnu- og tjáningaleikir. Bjarni kvaddi drengina með hvatningarorðum „Að gera ávallt sitt besta“. Einnig gaf hann skólanum bekkjarsett af Orra Óstöðvandi.
Takk fyrir okkur Bjarni Fritz.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.