Norræna bókasafnsvikan
Í dag hófst Norræna bókasafnsvikan en hún er haldin hátíðleg í 19. sinn. Þá setjumst við niður og lesum upphátt sama bókmenntatexta á sama tíma á öllum Norðurlöndunum. Þema ársins er vinátta á Norðurlöndunum. Vikan er sneisafull af upplestrum, sýningum og umræðum á menningardagskrám á þúsundum bókasafna, skóla og annarra samkomustaða á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Líkt og undanfarin ár tökum við hér í Myllubakkaskóla þátt. Við áttum hugljúfa stund í skólanum í morgun þar sem við slökktum rafljósin, kveiktum á kertum og kennarar lásu fyrir nemendur við kertaljós. Við það skapaðist notaleg stemming.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.