Mylluvísjón 2022

SKRÁNING Í MYLLUVÍSJÓN 2022 ER HAFIN!
Mylluvísjón er söngkeppni nemenda Myllubakkaskóla. Hún er haldin árlega og hefur alltaf notið mikilla vinsælda. Í fyrra hins vegar féll keppnin niður út af sottlu en nú er komið að keppninni þetta árið. Hún verður haldin í Frumleikhúsinu FÖSTUDAGINN 13. MAÍ NÆSTKOMANDI.
Keppnin er fyrir nemendur í 3. – 10. bekk og er keppt í tveimur aldursflokkum. Keppendur geta sungið sóló eða fleiri saman, þó aldrei fleiri en 4. Hver keppandi þarf að velja sér lag og syngja það við undirspil án söngs/radda. Það er hægt að finna flest öll undirspil erlendra laga á netinu og sumra íslenskra (instrumental – karaoke) en eins er stundum hægt að finna þetta á Spotify eða öðrum stöðum. Að sjálfsögðu er líka í boði að vera með “live” undirspil.
Þeir sem ætla sér að taka þátt byrja núna á að skrá sig, velja sér svo lag og fara að æfa sig. Fimmtudaginn 12. maí verða keppendur svo boðaðir á eina stutta æfingu þar sem þeir fá að prófa að syngja í míkrafóninn, máta sviðið og spjalla við aðstandendur keppninnar.
Við hvetjum alla söngelska nemendur til að taka þátt í keppninni!
Skráning er hafin og síðasti skráningadagur er miðvikudagurinn 11. maí.
Hvernig skráir maður sig?
Best er að senda tölvupóst á Írisi kennara en það er líka möguleiki að láta kennarann sinn hafa samband við hana.
iris.d.halldorsdottir@myllubakkaskoli.is
Með von um frábæra þátttöku!
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.