Mylluvísjón 2014 - frestað til 8. apríl
Vegna dræmrar skráningar í Mylluvísjón hefur verið ákveðið að færa keppnina til þriðjudagsins 8.apríl í þeirri von um að fleiri sjái sér fært á að vera með.
Skráningarfrestur rennur því út þriðjudaginn 1.apríl
Mylluvísjón er söngvakeppni milli nemenda skólans. Allir nemendur í 3. – 10. bekk geta skráð sig til keppni. Hægt er að syngja einn eða fleiri saman, þó aldrei fleiri en fjórir.
Skráning er hjá Írisi kennara í tölvupósti á netfangið iris.halldorsdottir@myllubakkaskoli.is.
Þeir sem ætla sér að vera með VERÐA að skrá sig í síðasta lagi þriðjudaginn 1. apríl. Í skráningarpósti skal koma fram nafn, bekkur og lag. Mikilvægt er að þið séuð búin að velja lag þegar þið skráið ykkur. Undirspilið verður að vera karaoke, þ.e.a.s. það má ekki heyrast í söng í undirspilinu. Það má líka syngja án undirspils eða með “live” undirspil.
Við vonumst til að sem flestir taki þátt. Þetta er ótrúlega skemmtilegt.
Kveðja frá Myllubakka ☺
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.