• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

10. mars 2020

Mylluvísjón - úrslit

Söngkeppnin Mylluvísjón fór fram 4. mars síðast liðinn. Mikill fjöldi áhorfenda var mættur í salinn til að horfa á þessa skemmtilegu keppni. 30 keppendur í 23 atriðum tóku þátt og stóðu sig allir með mikilli prýði. 

 

Í yngri flokki (3. - 6. bekk) voru það Brynhildur Þöll og Elenóra Líf í 5. IK sem báru sigur úr býtum. Andrea Ísold varð í 2. sæti og Katla Dröfn í því þriðja, þær eru báðar í 3. TK. Bryndís Björk, Júlía Mist og Sunna Dís í 6. SG fengu verðlaun fyrir frumlegt og skemmtilegt atriði.

 

Í eldri flokki (7. - 10. bekk) sigraði Erla Ásrún 9. SI, í öðru sæti var Stefanía Sólrún 10. HM og jöfn í þriðja sæti voru Helga Rut 10. HM og Steve 8. JS.

Við þökkum nemendum kærlega fyrir að taka þátt, án þeirra væri svona viðburður ekki mögulegur.

Fleiri myndir frá keppninni eru á myndasvæði.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær