Mylluvísjón - úrslit
Söngkeppnin Mylluvísjón fór fram í gær. Flutt voru 26 atriði og voru 28 þátttakendur sem tóku þátt og stóðu sig allir með mikilli prýði. Í yngri flokki (3. - 6. bekkur) var það Sesselja Ósk í 6. KG sem bar sigur úr býtum. Bryndís Björk varð í 2. sæti og Anika í því þriðja, þær eru báðar í 4. SS. Í eldri flokki (7. - 10. bekk) sigraði Sæþór Elí í 8. HM, í öðru sæti var Rakel Jóhanna 10. UG og Herdís Birta í 10. UG var í þriðja sæti. Aron Gauti og Hafdís Eva fengu viðurkenningu fyrir skemmtilegasta atriðið. Við þökkum nemendum kærlega fyrir að taka þátt, án þeirra væri ekki hægt að vera með svona viðburð.
![]() |
Anika, Sesselja Ósk og Bryndís Björk |
![]() |
Herdís Birta, Sæþór Elí og Rakel Jóhanna |
![]() |
Aron Gauti og Hafdís Eva |
Sjá má fleiri myndir frá keppninni í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.