Myllubakkaskóli sigraði spurningakeppni grunnskólanna
Spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ fór fram mánudaginn 11. febrúar. Allir skólarnir á svæðinu sendu lið til þátttöku og stóðu þau sig vel. Eftir harða og drengilega úrslitarimmu milli Akurskóla og Myllubakkaskóla stóð lið Myllubakkaskóla uppi sem sigurvegari. Liðið skipuðu þeir Dagur Funi Brynjarsson, Hjálmar Freyr Agnarsson og Tryggvi Ólafsson.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.