Myllubakkaskóli í Krakkafréttum
Grunnskóli Fjallabyggðar skoraði á Myllubakkaskóla að svara spurningu í Krakkasvarið í Krakkafréttum á RUV. Í Krakkasvarið svara nemendur landsins spurningu, taka upp svarið, klippa saman og skora á aðra skóla landsins. Nemendur í 6. bekk Myllubakkaskóla fengu það hlutverk og þurftu að svara spurningunni: Hvað gerir forsetinn? Þetta er svakalega vel gert hjá þeim. Myllubakkaskóli skoraði síðan á Vopnafjarðarskóla.
Hér má sjá þáttinn, Krakkasvarið er á mínútu 2:13.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.